Aiways U5

Þín leið.

Rafmögnuð

Kynntu þér 100% rafknúinn Aiways U5 sportjeppa

Þitt

Rými.

Mesta innanrými í
stærðarflokknum.

Þinn

Lífstíll.

Gæði allt til minnstu
smáatriða.

Þitt

Frelsi.

Hröð hleðsla, 3ja fasa

Þín

Þægindi.

Allur öryggisbúnaður
er staðalbúnaður.

Hvað er Aiways?

Aiways eru 100% rafmagnaðar bifreiðar í miklum gæðaflokki. Það sem einkennir Aiways er: hljóðlátur, falleg hönnun, snerpa og öryggi.

Vatt ehf. dótturfélag Suzuki bíla hf. er söluaðili Aiways á Íslandi. Vatt leggur mikla áherslu á trausta, persónulega og faglega þjónustu.

Sjáðu myndbandið og kynnstu Aiways betur.

Skoðaðu hönnunina frá öllum sjónarhornum

Kynntu þér Aiways U5

Pantaðu reynsluakstur eða fáðu tilboð í uppítökuverð á gamla bílnum þegar þú kaupir Aiways U5.

Upplifðu gæðin allt niður í minnstu smáatriði, innanrými eins og það gerist mest í þessum stærðarflokki og ríkulega akstursgleði sem gerir hvern dag ánægjulegri.

Þitt rými

Ný vídd í rafknúnum akstri

Það er rúmt um alla í  Aiways U5, jafnt ökumann og farþega. Mikið innanrýmið vekur strax eftirtekt. Reyndar er farþegarýmið það mesta í ökutæki í þessum stærðar- og gerðarflokki. Auk þess er nóg pláss í farangursrými fyrir hluti eins og barnavagn, allan farangurinn í helgarferðirnar og innkaupaferðirnar. Aiways er ökutæki með nægu rými fyrir allar daglegar athafnir en líka lengri ferðalög.

Mikið innanrými er engar ýkjur

Innanrýmið er mikið í U5. Það er pláss jafnt fyrir stærri og minni hluti í þægilegri lokaðri hirslu milli framsætanna og einnig undir miðjustokknum. Þegar öll fimm sætin eru í notkun mælist farangursrýmið 496 lítrar og heilir 1.619 lítrar ef sætisbökin eru felld niður svo þau mynda lárétt framhald af gólfi farangursrýmisins. Sé þörf fyrir enn meira pláss er viðbótar hirsla undir gólfi farangursrýmisins. Þar fyrir utan er sniðugt geymslurými undir „vélarhlífinni” þar sem pláss er fyrir tvo hleðslukapla og neyðarhleðslutæki þar sem auðvelt er að grípa til þess þegar hlaða skal bílinn

Nóg pláss frá toppi til táar

Aiways U5 státar af afbragðsgóðum sætum, góðri lofthæð og miklu fótarými jafnt í fram- sem aftursætum og býður því upp á mikil þægindi í sætunum.

Algengar spurningar

Hér höfum við safnað saman algengum spurningum um Aiways U5 og þjónustu okkar.

Þinn lífstíll

Fallegur að utan.
Áhrifaríkur að innan.

Fagurfræði og hátæknibúnaður haldast hönd í hönd í Aiways U5. LED framljósin eru laglega innfelld í yfirbygginguna og gefur bílnum einstakt svipmót. Innanrýmið einkennist af einfaldleika í hönnun og státar af umhverfislýsingu og hágæða frágangi allt til minnstu smáatriða.

Val um fjölda ólíkra lita

Aiways U5 er nú fáanlegur í fjórum glæsilegum litaútfærslum; hvítum, eggaldinlit, bláum og gráum. Með breiðu úrvali lita er nú hægt að panta nákvæmlega þann bíl sem þú óskar þér án þess að borga aukalega fyrir það.

Vandaður alveg niður í minnstu smáatriði.

Í Premium útfærslu U5 sitja allir farþegar í glæsilegum og þægilegum sætum með góðum stuðningi við líkamann. Sætin eru klædd leðri að hluta. Stýrið er leðurklætt og með hallastillingu og aðdrætti. Góð yfirsýn er yfir stafræna mæla við allar aðstæður. Allur búnaður er fullkomlega samþættur og vel staðsettur. Flestum aðgerðum er stjórnað af 12,3” kámfríum háskerpu snertiskjá sem er miðsvæðis á mælaborði bílsins, eins og t.a.m. aðgerðum hljómtækja, sóllúgu, öryggisbúnaðar og loftfrískunarkerfis.

Mögnuð hönnun. Eftirtektarverður bíll.

Aiways U5 sportjeppinn er straumlínulagaður og glæsilegur rafbíll. Hann kemur með laglegum hurðarhúnum sem skjótast inn og út úr hurðunum og vindskeið, en hvort tveggja dregur úr loftmótstöðu. L-laga LED framljós og LED afturljós eru laglega innfelld í yfirbygginguna. Afturljósin ganga eins og ljósaband yfir afturhluta bílsins og tryggja U5 einstakt útlit, líka að næturlagi. Hleðslutengið er falið undir vinstra framljósinu þar sem auðvelt er að komast að því. Þannig er það samþætt inn í hönnun bílsins á snjallan og hagnýtan hátt. Glæsilega hannaðar álfelgurnar passa fullkomlega við umhverfi bílsins, hvort sem það er ys og þys borgarinnar eða friðsæl náttúran til sveita.

Kostir þess að skipta yfir í rafbíl

Í okkar huga er framtíðin rafknúin. Við viljum stuðla að eins hnökralausum orkuskiptum og mögulegt er. Hér að neðan er fjöldi algengra spurninga um rafbíla og kosti þess að skipta yfir í Aiways U5.

Hér eru nokkur dæmi um spurningar sem gjarnan vakna þegar leitað er að rafbíl og svör við því hvaða kostir fylgja því að velja Aiways U5.

Þitt frelsi.

Áfangastaður í sjálfu sér.

Fyrir skyndiferðir eða ferðalög um landið. Aiways U5 er griðastaður á fjórum hjólum. Staður þar sem þú getur hlaðið batteríin áður en áfangastað er náð. Hallaðu þér aftur og stígðu á inngjöfina. Þegar hægt er á bílnum umbreytist orkun frá hemluninni í rafmagn sem fer aftur inn á rafgeyminn. Þannig eykst akstursdrægið enn frekar. Njóttu bara ferðarinnar og upplifðu hvernig hvert einasta atriði er þáttur í stærri einingu.

Nóg pláss fyrir lengri ferðir

Aiways U5 er hátæknivæddur rafbíll með kælingu á rafhlöðustæðu sem eykur akstursdrægi og endingu rafhlöðunnar. Um er að ræða liþíum-jóna rafhlöðu sem er uppbyggð af 24 rafhlöðueiningum frá einum fremsta framleiðanda heims, CATL í Kína, sem framleiðir einnig rafhlöður fyrir evrópska og bandaríska rafbílaframleiðendur. Afkastageta rafhlöðunnar er 63 kWst og akstursdrægið 400+ km (WLTP).

Akstursdrægi

400+ km. (WLTP)

Aiways U5: Raforkunotkun í blönduðum akstri¹ í kWst/100 km: 13,8 (NEDC); 17,0–16,6 (WLTP). CO₂ losun¹ í blönduðum akstri: 0 gr/km. Orkunýtingarflokkur: A+

Hröð hleðsla, 3ja fasa

Skilar allt að 60 km drægni með einnar klukkustundar hleðslu með 3ja fasa hleðslutæki úr 11 kW heimahleðslu.

Hraðhleðsla 20% - 80%

35 mín*

*Úr 20% hleðslu í 80% með hraðhleðslu (DC)

Hátækni

Ólíkt rafhlöðum annarra rafbíla er Aiways U5 borgarjeppinn með einkaleyfisvarðri samlokuhönnun. Í hönnuninni felst meðal annars einangrun milli rafhlöðueininganna og kæliplötunnar sem aðskilur „þurra svæðið“ (rafhlöðueiningarnar) frá „blauta svæðinu“ (kæliplötunum). Samlokuhönnunin tryggir að við alvarleg óhöpp kemst kælivökvi í rafgeyminum ekki í snertingu við rafhlöðueiningarnar sem dregur úr hættu á skammhlaupi. Árangursrík kæling og forhitun eykur endingu og skilvirkni rafhlöðunnar og tryggir meiri afkastagetu og þar með aukið drægi. Með þessari hönnun helst að minnsta kosti 75% af upphaflegri afkastagetu rafhlöðunnar eftir átta ár í notkun.

Hraðhleðsla 20% - 80%

35 mín*

Aiways tengiappið

Með Aiways appinu verður snjallsíminn þinn beintengdur Aiways. Fylgstu með á auðveldan hátt og fjarstýrðu aðgerðum Aiways hvenær sem er og hvar sem er.

Þín þægindi.

Staðalbúnaður langt umfram venju

Það eru engin þrengsli í rafknúna Aiways U5 sportjeppanum. Í þessum rúmgóða rafbíl er líka ríkulega útilátinn öryggisbúnaður hluti af staðalbúnaði. Ekkert þarf að greiða aukalega fyrir allan búnaðinn. Búnað sem varar ökumann við umferð á blinda svæðinu eða öðrum óþægilegum atvikum eða sjálfvirka hraðastillinn og 360° víðmyndavélina, svo fátt eitt sé nefnt.

Hraðastillir með aðlögun

Aðlögunarhæfi hraðastillirinn er virkur á allt upp undir 130 km hraða á klst. Skynjarar fylgjast stöðugt með fjarlægð að næsta ökutæki á undan. Kerfið sér síðan um að hægja á bílnum eða hraða honum upp að þeim hraða sem var stilltur inn.

Teppuvari

TJA – teppuvarinn – auðveldar aksturinn til muna í þungri umferð eða umferðarteppu. Kerfið fylgist með aðstæðum og hægir á bílnum eða hraðar honum með sjálfvirkum hætti eftir aðstæðum hverju sinni. Kerfið fylgist með aðstæðum og hægir á bílnum, hemlar og hraðar honum með sjálfvirkum hætti og auðveldar ökumanni aksturinn.

Sjálfvirk neyðarhemlun

Í bílnum er ratsjá og myndavél sem gera ökutækinu aðvart ef hætta er á árekstri við ökutæki, reiðhjól eða gangandi vegfarendur fyrir framan bílinn. Búnaðurinn varar einnig ökumanninn við með áminningu í mælaborðinu um að lækka hraðann og halda öruggri fjarlægð að næstu ökutækjum.

Akreinavari

Akreinavarinn hjálpar ökumanni að halda bílnum á réttri akrein. Bílnum er stýrt með sjálfvirkum hætti inn á miðju akreinarinnar ef hann hefur vikið yfir á akrein með gagnstæðri umferð eða hann hefur stefnt út af veginum án þess að ökumaður bregðist við.

Blindblettsvari

Kerfið varar ökumann með aðvörunarljósi í hliðarspegli og jafnvel hljóðmerki við öðrum ökutækjum sem nálgast bílinn. Kerfið varar einnig við umferð aftan við bílinn ef farþegi opnar hurð til þess að stíga út úr bílnum.

Bílastæðalögn

Hægt er að virkja sjálfvirku bílastæðalögnina í miðjuskjánum óski ökumaður eftir aðstoð við að leggja bílnum í þröngt stæði. Skynjarar reikna út afstöðuna til annarra bíla og búnaðurinn stýrir bílnum með sjálfvirkum hætti inn í bílastæðið.

Opnunartímar

SÖLUDEILD

Mán – fim
8:30-17

Fös
8:30-16

Lau
13-16
(Lokað yfir hásumar)

Sun
Lokað

Varahlutir

Mán – fim
8-17

Fös
8-16

Lau
Lokað

Sun
Lokað

Verkstæði

Mán – fim
7:45-17

Fös
7:45-16

Lau
Lokað

Sun
Lokað

Þinn Aiways

Viltu reynsluaka Aiways U5 eða fá frekari upplýsingar um hann? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.

VATT EHF

KT: 570500- 2280
Skeifan 17
108 Reykjavík
S: 568-5100
vatt(hja)vatt.is

NETFÖNG

Framkvæmdastjóri
ulfar(hja)vatt.is

Aðstoðar framkvæmdastjóri
sonja(hja)vatt.is

Söludeild
soludeild(hja)vatt.is

Sölustjóri
steini(hja)vatt.is

Markaðsstjóri
sonja(hja)vatt.is

Fjármálastjóri
gisli(hja)vatt.is

Þjónustuverkstæði
verkstaedi(hja)vatt.is

Vara- og aukahlutir
varahlutir(hja)vatt.is

UM OKKUR

Vatt sérhæfir sig i sölu og þjónustu á 100% rafknúnum bifreiðum, hjólum og vara.- aukahlutum, með það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum sínum persónulega og faglega þjónustu.

Hafðu samband