Algengar spurningar

Hér fyir neðan höfum við safnað saman algengum spurningum um Aiways og um þjónustuna okkar.

Aiways Connected appið

Hafi tengingin milli bíls og apps rofnað er hægt að koma henni á aftur, vinsamlegast hafið samband við þjónustuaðila Aiways.
Með Aiways appinu í símanum er meðal annars hægt að læsa hurðum bílsins. Hafi aðgerðin „Rear-view mirrors are automatically folded when the vehicle is locked“ (Hliðarspeglar falla með sjálfvirkum hætti að bílnum þegar honum er læst) verið virkjuð í valmyndinni, falla hliðarspeglarnir að bílnum þegar bílnum er læst með appinu.
Það er hægt að bjóða gestanotendum að nota bílinn þinn úr sínum snjallsímum. Þú ert þó áfram óskoraður eigandi og getur afturkallað boðið hvenær sem er. Að öðrum kosti er hægt að deila innskráningu innan fjölskyldunnar en bílnum getur einungis verið stjórnað af einum aðila í einu. Athugið að appið er ígildi lykils sem hægt er að nota til að ræsa bílinn og aka honum.
Þegar þú kaupir nýjan Aiways færðu sendan tölvupóst með lýsingu á því hvernig þú getur nálgast appið. Vinsamlegast hafðu samband við viðurkenndan samstarfsaðila Aiways ef þú hefur fengið afhentan nýjan bíl án þess að hafa fengið aðgang að appinu.
Hafir þú keypt Aiways af öðrum en viðurkenndum samstarfsaðila Aiways á Íslandi er það bíll sem hefur ekki verið fluttur inn af okkur. Við getum því ekki ábyrgst að bíllinn sé undirbúinn til notkunar í gegnum Aiways appið og aðra þjónustu sem veitt er í gegnum gagnatengingu bílsins. Lestu áfram hér að neðan ef bíllinn þinn er 2019 árgerð (Special Edition) með 170 hestafla vél. Áður en hægt er að nota Aiways appið þarf viðurkenndur samstarfsaðili Aiways fyrst að fara yfir bílinn. Við mælum með því að þú hafir samband við viðurkenndan Aiways samstarfsaðila til að láta hann fara yfir bílinn.
Aiways hefur nú einnig gert það mögulegt að tengja Aiways appið við U5 árgerð 2019 (Special Edition). Þar sem þessir bílar eru seldir utan sölunets Aiways er geta viðurkenndir samstarfsaðilar Aiways á Íslandi ekki sjálfir haft samband við eigendur þessara bíla. Ef þú, sem eigandi U5 Special Edition, óskar þess að tengja appið við bílinn skaltu snúa þér til viðurkennds Aiways verkstæðis og panta tíma til að uppfæra hugbúnað bílsins.
Vinsamlegast hafðu samband við viðurkenndan þjónustuaðila Aiways ef appið virkar ekki sem skyldi.

Búnaður og aðgerðir

Það er því miður ekki hægt að breyta einfasa hleðslutæki í 3ja fasa hleðslutæki fyrir Aiways U5.
Í vissum tilfellum getur hugbúnaður fyrir bílinn uppfærst sjálfkrafa með OTA-aðgerð bílsins (Over-the-Air) í gegnum farsímagögn eða wi-fi tengingu án þess að koma þurfi með bílinn á verkstæði. Það veltur þó á því að bíllinn hafi verið samhæfður fyrir það.  Þú verður þó alltaf beðinn um að samþykkja uppfærslu áður en hún er sett upp í bílinn þinn. Ef þú ert í vafa um hvort hægt sé að uppfæra bílinn þinn með OTA-aðgerðinni skaltu hafa samband við Aiways samstarfsaðila þinn
Nýr Aiways U5 er hlaðinn með allt að 90 kW hraðhleðslutæki (DC) eða 11 kW með riðstraumshleðslutæki (AC – heimahleðsla). Með 3ja fasa rafmagni er hægt að hlaða bílinn fyrir næstum 60 km akstur á einni klukkustund með 11 kW heimahleðslutæki. Nú er hægt að hlaða úr 0-100% á 7,5 klst með 11 kW heimahleðslutæki. Hægt er að hlaða Aiways U5 (árgerð ‘21) með einfasa u.þ.b. 3,7 kW riðstraumshleðslutæki (AC – heimahleðsla). Hægt er að auka hleðsluhraðann með riðstraumshleðslutæki en það útheimtir hleðslubox með svokölluðum fasaskipti eða einfasa hleðslutæki með afkastagetu upp að 32 amperum. Í báðum tilvikum verður hleðsluhraðinn næstum helmingi styttri í samanburði við 3,7 kW hleðslu. Nokkrar gerðir hleðslutækja með fasaskipti eru á markaði. Þess ber þó að geta að sumir þeirra eru ekki ætlaðir til notkunar utandyra og þurfa að vera í skjóli fyrir rigningu og sól, til dæmis í bílskúr. Öðrum hleðsluboxum með fasaskiptum fylgja greinanleg hljóð frá innbyggðri viftu sem kælir rafeindabúnaðinn meðan á hleðslu stendur. Verði lausn með fasaskipti fyrir valinu er gott að ganga fyrst úr skugga um að hún passi við aðstæður og hvort nægileg afkastageta sé fyrir hendi fyrir hleðsluboxið. Leitaðu ráða hjá viðurkenndum rafvirkja sem hefur reynslu af því að setja upp hleðslubox fyrir rafbíla.
Hægt er að fella hliðarspeglana að bílnum með því að nota snúningsrofann inni í honum.
Já, 3ja fasa hleðsla er staðalbúnaður með nýjum Aiways U5.

Ef þú ekur að jafnaði undir 140-150 km á dag geturðu vandkvæðalaust hlaðið U5 yfir nóttina upp í sömu hleðslustöðu og hann var um morguninn þegar aksturinn hófst. Ef þú þarft að aka lengri leið er alltaf sá möguleiki fyrir hendi að hlaða hann með allt að 90 kW hleðslu á almenningshleðslustöð. Það er enn til takmarkað upplag af Aiways U5 (árgerð ’21) með einfasa hleðslu á hagstæðu verði. 

Til að tengja snjallsímann við upplýsinga- og afþreyingarkerfi bílsins þarf snúru á milli símans og USB-tengisins. Það er því ekki hægt að tengja Apple CarPlay þráðlaust. Sumir Aiways eigendur hafa prófað lausnir sem eiga að tryggja þráðlausa tengingu en við höfum ekki vitneskju um virkni þessara lausna sem eru ekki markaðssettar af Aiways.
Aiways U5 er ekki fáanlegur með leiðsögukerfi frá verksmiðju. Þess í stað er hægt að nota Apple maps, Google maps eða leiðsöguappið „A better route planner” með því að tengja snjallsíma við upplýsinga- og afþreyingarkerfið í gegnum USB tengið. Leiðsöguappið „A better route planner“ getur einnig skipulagt hleðslustopp á leiðinni að áfangastað. Það er hægt að hlaða því í símann úr Google Play eða App store.
Aiways U5 er með loftfrískunarkerfi og rafstýrðu hitaelementi sem sér að hluta til um upphitun og kælingu á innanrýminu og að hluta til að halda kjörhitastigi á rafhlöðusamstæðunni.
Það er hægt að hita upp eða kæla niður innanrými bílsins áður en lagt er af stað. Upphitunin eða kælingin er virkjuð í Aiways appinu. Með appinu er hægt að stilla inn það hitastig sem óskað er eftir í innanrými á tiltekinni stund.
Notendavalmyndir í Aiways U5 eru ekki á íslensku heldur ensku, þýsku eða frönsku.
Í hraðhleðslu er hleðsluhraðinn allt að 90 kW. Hitastigið á rafhlöðusamstæðunni hefur samt áhrif á hleðsluhraðann. Ef hún er köld nær bíllinn ekki hámarks hleðsluafköstum. Þau stjórnast einnig af því hve mikil hleðsla er á rafhlöðusamstæðunni. Þegar full hleðsla er við það að nást dregur úr hleðsluhraðanum.
Í bílnum er innbyggt hleðslutæki sem umbreytir 230 volta riðstraum í 400 volta jafnstraum. Skjárinn aftan við stýrið sýnir amper í háspennurafhlöðu með um 400 volta spennu. 8 amper með 400 volta spennu (3,2 kW) samsvarar í kílóvöttum u.þ.b. 16 ampera 230 volta spennu (3,6 kW) að frádregnu lítilsháttar tapi sem verður þegar riðstraum er breytt í jafnstraum til að geymslu í rafhlöðunni. Þegar ampertalan í skjá bílsins sveiflast milli 8 og 8,5 amper er bíllinn að ná kjörhleðslu úr íslensku heimahleðslutæki.

Aðrar spurningar

Allir eigendur Aiways U5 sem keyptir eru af viðurkenndum Aiways samstarfsaðila á Íslandi ættu nú að hafa fengið 6 ampera neyðarhleðslutæki sent heim til sín eða afhent með bílnum. Vanti þig enn neyðarhleðslutæki skaltu hafa samband við Aiways samstarfsaðila

Frá og með árgerð 2021 er Aiways U5 gerðarviðurkenndur fyrir 1.500 kg eftirvagnsþyngd og dráttarbeisli eru í boði á eftirmarkaði. Dráttarbeisli fást hjá viðurkenndum Aiways samstarfsaðilum. 

Því miður er ekki hægt að aka U5 Special Edition 170 hestafla með eftirvagni.
Ef bílinn er keyptur samkvæmt hefðbundnum kaupsamningi á Íslandi falla kaupin undir almenn kaupalög og skilmála um ábyrgð og endurkröfurétt sem þýðir að seljandi bílsins ber ábyrgðarskyldu. Verksmiðjuábyrgðin gildir svo að sjálfsögðu einnig á Íslandi. Gildistími hennar kemur fram í ábyrgðar- og þjónustubæklingi bílsins sem afhentur er fyrsta eiganda við afhendingu bílsins.
Aiways verksmiðjan hefur tilkynnt að á þessu ári verði kynnt ný gerð sem kallast U6. Ekki er ljóst hvenær hann verður í boði á Íslandi og ekki hefur verið greint frá verði bílsins. Fylgist með á heimasíðunni okkar þar sem við munum upplýsa um þessa þætti um leið og þeir skýrast.

Fleira sem þér gæti þótt áhugavert

Hvers vegna að kaupa Aiways?

Ábyrgð

Þinn Aiways

Viltu reynsluaka Aiways U5 eða fá frekari upplýsingar um hann? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.

VATT EHF

KT: 570500- 2280
Skeifan 17
108 Reykjavík
S: 568-5100
vatt(hja)vatt.is

NETFÖNG

Framkvæmdastjóri
ulfar(hja)vatt.is

Söludeild
soludeild(hja)vatt.is

Markaðsstjóri
sonja(hja)vatt.is

Skrifstofa
gudrun(hja)vatt.is

Verkstæði
verkstaedi(hja)vatt.is

Varahlutir
varahlutir(hja)vatt.is

UM OKKUR

Vatt sérhæfir sig i sölu og þjónustu á 100% rafknúnum bifreiðum, hjólum og vara.- aukahlutum, með það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum sínum persónulega og faglega þjónustu.

Hafðu samband