Um Aiways

Vatt sérhæfir sig i sölu og þjónustu á 100% rafknúnum bifreiðum með það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum sínum persónulega, góða og faglega þjónustu.

Hver framleiðir Aiways?

Aiways var stofnsett árið 2017 í Sjanghæ í Kína. Að baki fyrirtækinu stendur fjöldi einkafjárfesta ásamt bæjaryfirvöldum í Sjangrao í Jiangxi héraði þar sem verksmiðja Aiways er. Í þróunar- og framleiðsludeild fyrirtækisins eru sérfræðingar úr kínverska og evrópska bílaiðnaðinum. Höfuðstöðvarnar í Evrópu eru í München. Aiways hefur opnað miðlægan varahlutalager í Amsterdam nálægt Schiphol flugvelli og getur því þjónustað Evrópumarkað með stuttum afhendingartíma.

Hvað merkir nafnið og lógóið?

„Ai“ merkir að „elska“ á kínversku og vísar heitið Aiways beint í slagorð fyrirtækisins: „Elskaðu að aka“. Slagorðið undirstrikar metnað Aiways að smíða rafbíla sem eru ánægjulegir í akstri, auðveldir í notkun og aðgengilegir sem flestum. Myndræn framsetning lógósins er innblásin af rafknúnum bíl og köflóttu flaggi kappakstursbrautanna sem tákn um snjallbíl framtíðarinnar, hreyfingu og lífstíl.

Þróun og hönnun

Þróun Aiways U5 hófst með auðu blaði. Markmiðið var að búa til rafbíl sem myndi gera rafknúinn samgöngumáta að skemmtilegum, spennandi og hagkvæmum valkost. Þróunar- og hönnunarmiðstöðin er í Jiading hverfinu í Sjanghæ. Þar starfar alþjóðlegt teymi reyndra verkfræðinga, tæknisérfræðinga og hönnuða. Þar er hönnunardeild Aiways og aðstaða til prófana á íhlutum, bílum og rafeindabúnaði auk prófunar á aflrásum. Aiways hefur einnig tekið upp samstarf við danska fyrirtækið Blue World Technologies A/S í Álaborg um þróun á efnarafalatækni fyrir bíla.

Framleiðslan

Bílarnir eru smíðaðir í nýrri hátækniverksmiðju í borginni Sjangrao í Kína. Í verksmiðjunni starfa um 1.200 manns. Verksmiðjan er byggð eftir nýjustu framleiðslustöðlum og í henni er hægt að framleiða allt að sex mismunandi gerðir samtímis. Sjálfvirkni gegnir mikilvægu hlutverki í öllum ferlum. Í suðudeildinni einni saman eru yfir 400 þjarkar. Framleiðslugetan er 150.000 bílar sem hægt er að auka upp í 300.000 bíla á ári. Aiways á einnig rafhlöðuverksmiðju í Changshu sem framleiðir fullunnar rafhlöður fyrir U5 úr rafhlöðueiningum frá CATL, sem einnig annast framleiðslu rafhlöðueininga fyrir aðra evrópska, bandaríska og kínverska rafbílaframleiðendur.

Fleira sem þér gæti þótt áhugavert

Ábyrgð

Hvers vegna að kaupa Aiways?

Algengar spurningar

Þinn Aiways

Viltu reynsluaka Aiways U5 eða fá frekari upplýsingar um hann? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.

VATT EHF

KT: 570500- 2280
Skeifan 17
108 Reykjavík
S: 568-5100
vatt(hja)vatt.is

NETFÖNG

Framkvæmdastjóri
ulfar(hja)vatt.is

Söludeild
soludeild(hja)vatt.is

Markaðsstjóri
sonja(hja)vatt.is

Skrifstofa
gudrun(hja)vatt.is

Verkstæði
verkstaedi(hja)vatt.is

Varahlutir
varahlutir(hja)vatt.is

UM OKKUR

Vatt sérhæfir sig i sölu og þjónustu á 100% rafknúnum bifreiðum, hjólum og vara.- aukahlutum, með það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum sínum persónulega og faglega þjónustu.

Hafðu samband