Hvers vegna að kaupa Aiways?

Í okkar huga er framtíðin rafknúin. Við viljum stuðla að eins hnökralausum orkuskiptum og mögulegt er. Hér að neðan er fjöldi algengra spurninga um rafbíla og kosti þess að skipta yfir í Aiways U5.

Hverjir eru kostir þess að skipta yfir í rafbíl?

Hér eru nokkur dæmi um spurningar sem gjarnan vakna þegar leitað er að rafbíl og svör við því hvaða kostir fylgja því að velja Aiways. Þar finnur þú hugsanlega svör við spurningum þínum.

Rafbílar brenna ekki jarðefnaeldsneyti og losa þar af leiðandi ekki CO2 út í andrúmsloftið, þeir eru að auki mun ódýrari í rekstri en bensínbílar.

Aiways er fullbúinn öryggisbúnaði í staðalgerð. Svo dæmi séu nefnd þá fylgir honum sjálfvirkur hraðastillir, sem heldur öruggri fjarlægð að næsta ökutæki á undan, akreinavari, sem heldur ökutækinu á réttri akrein og fjölmargir skynjarar, sem vara við aðvífandi bílum í blinda svæðinu eða vara við því að hurðir séu opnaðar þegar bíllinn er kyrrstæður og reiðhjólum eða ökutækjum er ekið upp að hlið bílsins. Svo má líka nefna 360° víðmyndavél svo ökumaður geti fylgst með aðstæðum alls staðar á veginum.

Heildstætt öryggi Aiways nær einnig til ábyrgðarinnar á bílnum. Fimm ára eða allt að 150.000 km ábyrgð er á bílnum, átta ára eða allt að 150.000 km ábyrgð á rafhlöðusamstæðunni og aflrásinni.

Aiways er hátæknivæddur rafbíll og er með hitastýringu á rafhlöðunni sem eykur akstursdrægni og lengir endingartíma hennar. Rafhlöðusamstæðan, sem er framleidd af Aiways, er samlokulöguð sem er einstakt byggingarlag. Það tryggir að kælivökvinn í kringum rafhlöðuna kemst ekki inn í rafhlöðueiningarnar komi til alvarlegs óhapps. Þar með dregur úr líkum á skammhlaupi. Rafhlaðan er af liþíum-jóna gerð og uppbyggð af 24 rafhlöðueiningum sem framleiddar eru af einum fremsta framleiðanda rafhlöðueininga í heiminum, hinum kínverska CATL, sem einnig framleiðir fyrir evrópska og bandaríska rafbílaframleiðendur. Afkastageta rafhlöðunnar er 63 kílóvattstundir sem tryggir 410 km akstursdrægi (skv. WLTP prófun fyrir U5 Plus útfærslu).

Það er einfalt að velja búnað í Aiways. Megnið af honum er nefnilega staðalbúnaður og það er af nægu að taka. Í grunngerð er U5 Plus með heildstæðan öryggispakka með neyðarhemlunarvara, akreinavara og blindblettsvara. Auk þess kemur hann með sjálfvirku loftfrískunarkerfi, rafstýrðum framsætum, 360° víðmyndavél og LED framljósum. Sækist þú eftir enn meiri glæsileika er í boði U5 Premium með leðurinnréttingu, rafstýrðri sóllúgu, rafstýrðum afturhlera með fótstýringu, 19” álfelgum og bílastæðavara. Þá er líka lítið annað eftir en að velja lit á bílinn.

Aiways er smíðaður í nýrri verksmiðju í bænum Sjangrao suðvestur af Sjanghæ. Verksmiðjan er hönnuð fyrir nýjustu framleiðsluferla og er með þjarka og framleiðslutækni frá þýskum og svissneskum fyrirtækjum eins og ABB og Siemens. Sjálfvirknivæðing verksmiðjunnar stendur í 90 prósentum og þar starfa um 1.200 manns. Í fyrsta áfanga hennar er framleiðslugetan 150.000 bílar á ári en hægt er að auka hana upp í 300.000 bíla á ári og framleiða þar allt að sex mismunandi gerðir bíla samtímis. Fjárfestingin í verksmiðjunni er í kringum 245 milljarðar ÍSK.

Fleira sem þér gæti þótt áhugavert

Aiways tengiappið

Um Aiways

Algengar spurningar

Þinn Aiways

Viltu reynsluaka Aiways U5 eða fá frekari upplýsingar um hann? Fylltu út formið hér að neðan og einn af sölumönnum okkar hefur samband við þig.

VATT EHF

KT: 570500- 2280
Skeifan 17
108 Reykjavík
S: 568-5100
vatt(hja)vatt.is

NETFÖNG

Framkvæmdastjóri
ulfar(hja)vatt.is

Söludeild
soludeild(hja)vatt.is

Markaðsstjóri
sonja(hja)vatt.is

Skrifstofa
gudrun(hja)vatt.is

Verkstæði
verkstaedi(hja)vatt.is

Varahlutir
varahlutir(hja)vatt.is

UM OKKUR

Vatt sérhæfir sig i sölu og þjónustu á 100% rafknúnum bifreiðum, hjólum og vara.- aukahlutum, með það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum sínum persónulega og faglega þjónustu.

Hafðu samband